Öruggar & vandaðar íbúðir

Á Eir er öryggið alltaf í fyrirrúmi og áhersla lögð á að allir búi við andlegt og líkamlegt öryggi. Eir býður upp á vandaðar íbúðir og húsnæði með það að markmiði að íbúar geti búið sjálfstætt og verið sem lengst heima með aðgengi að öryggi og þjónustu ef þörf er á í samræmi við þarfir flestra.

Húsin eru vöktuð allan sólarhringinn og sítengt öryggiskerfi er í öllum rýmum íbúðanna. Þannig getur starfsfólk og hjúkrunarfræðingar ætíð brugðist hratt og örugglega við ef eitthvað bjátar á hjá íbúunum. Öryggisíbúðir Eirar eru um 200 talsins og staðsettar á þrem stöðum í Grafarvogi og í Mosfellsbæ.

Aðgengi & umgjörð

Öryggisíbúðirnar eru fjölbreyttar að stærð og skipulagi þar sem lögð er áhersla á gott aðgengi í notarlegu og friðsælu umhverfi.

Allar íbúðirnar eru innréttaðar þannig að íbúar eigi auðvelt með að komast á milli herbergja og annarra svæða, svo sem með sérstaklega breiðum dyrum, m.a. hentugt fyrir hjólastóla og göngugrindur auk annarra slíkra hjálpartækja.

Baðherbergi eru innréttuð með öryggi íbúa í fyrirrúmi. Veggir eru klæddir línóleumdúk og öryggisdúkar á gólfum.
Gott pláss er fyrir eigin þvottavél og þurrkara íbúa, en einnig er sameiginlegt þvottahús sem þeir geta nýtt sér.

Eldhúsið er vel búið nauðsynlegum tækjum, innréttingar klæddar eik eða kirsuberjaviði, stálvaskur, bakarofn og eldavél.
Tilheyrandi geymslur eru í íbúðunum eða í sameign.

Allt húsnæði og umhverfi Eirar er sérstaklega sniðið fyrir gestakomur og heimsóknir, t.d. með sérstökum görðum, setustofum og glerskálum. Hársnyrti– og fótaaðgerðastofur bjóða upp á þjónustu sína fyrir íbúa öryggisíbúðanna. Aðgengi er að fjölþættri félagsaðstöðuviðburðum og skemmtunum.

Næring & þjónusta

Íbúar öryggisíbúða sem ekki hafa tök á að matreiða eða vilja taka sér frí frá eigin matseld geta nálgast máltíðir í matsölum Eirar og Borgum.

EIRARHÚS & EIRHAMAR
Alla daga vikunnar í matsal og/eða pantað málsverð úr eldhúsi Eirar sem komið er með til viðkomandi.
Smelltu hér til að sjá matseðil Eirar fyrir næstu viku.

EIRBORGIR
Á virkum dögum eru framreiddir málsverðir úr eldhúsi Reykjavíkurborgar í Borgum, þjónustumiðstöð Reykjavíkurborgar sem innangegnt er í úr Eirborgum. Í hádeginu á laugardögum og sunnudögum stendur íbúum Eirborga til boða matur úr eldhúsi Eirar, sem borinn er fram í dagdeild Eirar á annarri hæði í Borgum, þjónustumiðstöð á móts við inngang að Fróðengi 11. Þeir sem þess óska eru vinsamlegast beðnir að hafa samband við skrifstofu Eirar í síma 522 5700.

Félagsmiðstöðin Borgir í Spöng er þó lokuð þessa dagana vegna COVID-19, íbúar geta sótt um að fá matinn heimsendan frá Vitatorgi eins og á helgidögum með því að hringja í s. 411-9450 eða senda tölvupóst á maturinnheim@reykjavik.is til að fá heimsendan mat.

Ýttu hérna til að skoða félagsmiðstöðina Borgir, menningar- og þjónustumiðstöð Reykjavíkurborgar í Spönginni.

Öryggisíbúðir Eirar eru ætlaðar einstaklingum eða hjónum sem geta og vilja sinna sínum þörfum sem lengst, en að sama skapi búið við öryggi. Ef íbúar þurfa á heimilisaðstoð og/eða heimahjúkrun er fagfólk Eirar m.a. til staðar varðandi ráðleggingar og milligöngu um þá þjónustu í samráði við velferðarsvið sveitarfélaga.

Ýttu hérna til að skoða þjónustu fyrir eldri borgara í Mosfellsbæ.

Teikningar af íbúðum

Smelltu á myndina til að skoða teikningarnar

Smelltu á myndina til að skoða teikningarnar

Smelltu á myndina til að skoða teikningarnar